Færsluflokkur: Bloggar
Innistæða barna
26.2.2020 | 13:24
Eru ekki innistæður barna yfirleitt á verðtryggðum reikningum, þannig að innistæðan ber verðbætur sem nemur verðbólgunni, plús 1,5% i vexti?
Innstæður í bönkum skerðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Japanskir ferðamenn
1.8.2018 | 11:19
Japanskir ferðamenn eru yfirleitt ekki með grímu sem hylur munn og nef til að forðast mengun. Þeir eru oftast með grímu þar sem þeir eru sjálfir með, til dæmis, kvef og eru því með grímu til að forðast að smita aðra.
Mega ekki niðurlægja eða ógna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Annie Mist Þórisdóttir er í 1. sæti
15.7.2012 | 04:54
Annie Mist Þórisdóttir er sem sagt í fyrsta sæti eftir frábæra frammistöðu á laugardeginum og á nokkuð góða möguleika á að verja titilinn sinn, nokkuð sem hefur aldrei gerst áður í sögu þessa móts. Sjá síðustu grein laugardagsins hjá Annie hér: http://games.crossfit.com/video/chipper-individual-women-heat-3
Öðrum keppnisdegi nú lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað um YouTube – Inpired by Iceland?
4.6.2010 | 15:19
Það er frábært að kynningin gengur vel, milljónir manna virðast skoða myndbandið og er það góður árangur í sjálfu sér. En, hvað um stærsta vettvang í miðlun kvikmyndaefnis í heimi, YouTube?
Átakið virðist halda úti síðu á YouTube, finna má 49 myndbönd með viðtölum þar, sjá: http://www.youtube.com/user/inspiredbyiceland
Ég hef nokkrar spurningar og ábendingar:
1. Af hverju er ekki kynningarmyndbandið fræga birt þar?
2. Það er greinilega enginn kraftur lagður í YouTube síðuna, alls 14 einstaklingar eru áskrifendur þegar þetta er skrifað og samanlögð heildaraðsókn að öllum myndböndunum (49 talsins) frá upphafi eru 1282 gestir!
Þetta er vægast sagt slakur árangur á helsta samskiptavettvangi heims. Það eru fullt af ókeypis eða ódýrum leiðum færar til að vekja athygli og áhorf á síðu sem er vistuð á YouTube. Ég legg til að vinna verði lögð í að stuðla að meira áhorfi að síðunni fyrst að farið var á annað borð í að setja hana upp!
Gott að vera berrassaður á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað um YouTube – Inpired by Iceland?
4.6.2010 | 09:15
Það er frábært að kynningin gengur vel, milljónir manna virðast skoða myndbandið og er það góður árangur í sjálfu sér. En, hvað um stærsta vettvang í miðlun kvikmyndaefnis í heimi, YouTube?
Átakið virðist halda úti síðu á YouTube, finna má 49 myndbönd með viðtölum þar, sjá: http://www.youtube.com/user/inspiredbyiceland
Ég hef nokkrar spurningar og ábendingar:
1. Af hverju er ekki kynningarmyndbandið fræga birt þar?
2. Það er greinilega enginn kraftur lagður í YouTube síðuna, alls 14 einstaklingar eru áskrifendur þegar þetta er skrifað og samanlögð heildaraðsókn að öllum myndböndunum (49 talsins) frá upphafi eru 1282 gestir!
Þetta er vægast sagt slakur árangur á helsta samskiptavettvangi heims. Það eru fullt af ókeypis eða ódýrum leiðum færar til að vekja athygli og áhorf á síðu sem er vistuð á YouTube. Ég legg til að vinna verði lögð í að stuðla að meira áhorfi að síðunni fyrst að farið var á annað borð að setja hana upp!
Átakið hefur slegið í gegn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)